Beint í mark

Beint í mark

instock

kr.7.500

Beint í mark er skyldueign fyrir alla íþróttaáhugamenn en þetta glæsilega spurningaspil um fótbolta inniheldur tæplega 3.000 spurningar og gefið út af Jóa Berg landsliðsmanni.

Category:

Product Description

Spilið er sérstaklega hannað til að allir aldurshópar geti spilað saman. Hvert spurningaspjald hefur sitt þema og síðan þrjár styrkleikaskiptar spurningar frá 1-3.

Ef keppendur eru svipaðir af getu þá geta þeir valið sér styrkleika eftir að hafa heyrt þema hvers spjalds og hreyfast áfram um þann fjölda reita sem styrkleikinn segir til um, 1-3.

Ef keppendur hafa mismikla þekkingu á knattspyrnu geta þeir ákveðið að sumir fá alltaf tveggja stiga spurningu á meðan aðrir fái alltaf eins stigs spurningu. Allir hreyfast þó jafnt áfram, um einn reit, svari þeir rétt.

Spil fyrir alla fjölskylduna, styrkleikaskipt – allir geta spilað með.