Fréttir

15/10/2017
Leikskýrsla: Vestri – Gnúpverjar 13. okt. 2017

Það var allt annar bragur á liði Gnúpverja strax í upphitun heldur en í fyrsta leik þeirra gegn Breiðablik. Tólf manna leikmannahópur lagði leið sína til (Íb)Ísafjarðar á föstudaginn til að leika annan leik liðsins í 1. deild KKÍ. Eftir fyrsta leik sinn kallaði þjálfari Gnúpverja, Máté Dalmay, eftir því að menn væru tilbúnari í…

10/10/2017
Leikskýrsla: Breiðablik – Gnúpverjar 6. okt. 2017

Það var mikil eftirvænting hjá Gnúpverjum fyrir leikinn gegn Breiðablik síðastliðinn föstudag. Tveggja ára þrotlaus vinna að baki og fyrsti leikur í 1. deild KKÍ loksins að verða að veruleika. Fjölmargir fyrrum leikmenn Breiðabliks eru í leikmannahópi Gnúpverja og vildu þeir sanna sig. Fyrir mótið hafði Gnúpverjum verið spáð neðsta sæti í deildinni með nokkuð…

21/09/2017
Everage Richardson til Gnúpverja

Gnúpverjar hafa gengið frá samningi við bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í 1.deild karla. Leikmaðurinn heitir Everage Richardson og lék síðast með liði BBC Residence Walferdange í Luxemburg. Everage er 32 ára skotbakvörður og skilaði 25 stigum að meðaltali í leik í fyrra ásamt 6 fráköstum og 4.4 stoðsendingum sem kom honum í annað Eurobasket…

07/09/2017
Gunnar Bjarnason ehf. aðal styrktaraðili Gnúpverja 2017-18

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að verktakafyrirtækið Gunnar Bjarnason ehf. verður aðal styrktaraðili Gnúpverja fyrir komandi átök liðsins í 1. deild KKÍ. Tímabilið sem er framundan verður ekki einungis áskorun fyrir Gnúpverja á vellinum heldur einnig utan vallar þar sem mikill kostnaður fer í leigu á æfingahúsnæði. Það er því ómetanlegt að fá…

16/08/2017
100 ársmiðar seldir!

Sala á ársmiðum fyrir næsta tímabil hefur farið fram úr okkar björtustu vonum og höfum við selt allar derhúfurnar okkar. Við höfum gert nýja pöntun hjá framleiðanda okkar og er önnur sending af derhúfum væntanleg í september lok. Fyrir þá sem ekki vita þá eru ársmiðar Gnúpverja fyrir tímabilið 2017-2018 í formi glæsilegra derhúfa sem…

18/07/2017
Garðar Pálmi Bjarnason gengur til liðs við Gnúpverja

Garðar Pálmi Bjarnason er genginn í Gnúpverjafjölskylduna og tekur slaginn með strákunum okkar í 1.deild á komandi tímabili. Garðar er 23 ára kraftframherji og lék síðast með Breiðablik tímabilið 2015.

04/07/2017
Derhúfurnar eru komnar

Derhúfurnar sem allir hafa beðið eftir er loksins komin. Er hún afar glæsileg en það er hægt að skoða hana enn betur í vefverslun okkar hér. Húfan gildir sem ársmiði á alla heimaleiki Gnúpverja í deildinni á komandi tímabili og kostar aðeins 4.000 kr. Húfan er hvít með ísaumuðu merki Gnúpverja og með deri í…

28/06/2017
Svavar Geir Pálmarsson með Gnúpverjum í 1. deild

Svavar Pálmarsson ætlar að taka slaginn með Gnúpverjum í 1.deild á komandi leiktíð eftir hálfs árs hlé. Svavar er uppalinn Hrunamaður sem lék með Gnúpverjum þegar þeir unnu 3. deildina 2015-16 en tók sér pásu seinni hluta síðasta tímabils sökum meiðsla og atvinnutækifæra út á landi. Svavar er 28 ára skotbakvörður, stundum kallaður „One man…

22/06/2017
Heimir Snær Heimisson gengur til liðs við Gnúpverja

Heimir Snær Heimisson er kominn til Gnúp-fjölskyldunnar eftir smá hlé á sínum körfubolta ferli þar sem tímanum var varið í flugnám. Heimir er uppalinn Þórsari frá Þórlákshöfn, fjarskyldur frændi Gnúpverjahrepps og mikill aðdáandi HSK mótanna í denn. Heimir er skotbakvörður og tekur þátt í stífri styrktarþjálfun Gnúpverja í allt sumar.

15/06/2017
Hörður og Hörður ganga til liðs við Gnúpverja

Tveir Herðir hafa gengið til liðs við Gnúpverja fyrir komandi baráttu í 1.deildinni. Um er að ræða annars vegar Hörð Hreiðarsson 29 ára miðherja sem lék með Vestra á síðasta tímabili í 1. deild en er uppalinn Valsari og hins vegar Hörð Jóhannsson 26 ára framherja, sem lék með FSu fyrri hluta síðasta tímabils í…