Everage Richardson fékk far á æfingu með Jóa í vikunni. Um er að ræða þáttaröð sem verður birt á YouTube þar sem undirritaður, Jóhannes Helgason, fer á rúntinn með Gnúpverjum og tekur við þá gott spjall.

Í fyrsta þætti var viðmælandinn Everage Richardson og ræddu þeir um daginn og veginn. Meðal umræðuefna voru Gnúpverjar, New York Knicks, kvikmyndaferill Everage og margt fleira. Látið þetta skemmtilega myndband ekki framhjá ykkur fara.