Everage Richardson (v.m.) og Máté Dalmay, þjálfari Gnúpverja, takast í hendur.

Gnúpverjar hafa gengið frá samningi við bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í 1.deild karla. Leikmaðurinn heitir Everage Richardson og lék síðast með liði BBC Residence Walferdange í Luxemburg. Everage er 32 ára skotbakvörður og skilaði 25 stigum að meðaltali í leik í fyrra ásamt 6 fráköstum og 4.4 stoðsendingum sem kom honum í annað Eurobasket úrvalslið deildarinnar. Everage hefur mikla reynslu sem atvinnumaður í Evrópu og á vafalaust eftir að styrkja Gnúpverja í krefjandi baráttu í 1. deildinni.

Gaman er að segja frá því að kappinn var stigahæsti Bandaríkjamaður heims árið 2012 með 42 stig að meðaltali í leik! Everage lék þá með liði Bodfeld Baskets í bænum Elbingrode í Þýskalandi og vann sér inn gælunafnið Das Scwarze Perle – eða Svarta Perlan sem við viljum endilega að menn kalli hann í vetur. Nánari upplýsingar um þetta má lesa á heimaíðu NPR.org.

Myndband af okkar nýjasta leikmanni frá því í fyrra má sjá hér: