Leikmannamál

21/09/2017
Everage Richardson til Gnúpverja

Gnúpverjar hafa gengið frá samningi við bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í 1.deild karla. Leikmaðurinn heitir Everage Richardson og lék síðast með liði BBC Residence Walferdange í Luxemburg. Everage er 32 ára skotbakvörður og skilaði 25 stigum að meðaltali í leik í fyrra ásamt 6 fráköstum og 4.4 stoðsendingum sem kom honum í annað Eurobasket…

18/07/2017
Garðar Pálmi Bjarnason gengur til liðs við Gnúpverja

Garðar Pálmi Bjarnason er genginn í Gnúpverjafjölskylduna og tekur slaginn með strákunum okkar í 1.deild á komandi tímabili. Garðar er 23 ára kraftframherji og lék síðast með Breiðablik tímabilið 2015.

28/06/2017
Svavar Geir Pálmarsson með Gnúpverjum í 1. deild

Svavar Pálmarsson ætlar að taka slaginn með Gnúpverjum í 1.deild á komandi leiktíð eftir hálfs árs hlé. Svavar er uppalinn Hrunamaður sem lék með Gnúpverjum þegar þeir unnu 3. deildina 2015-16 en tók sér pásu seinni hluta síðasta tímabils sökum meiðsla og atvinnutækifæra út á landi. Svavar er 28 ára skotbakvörður, stundum kallaður „One man…

22/06/2017
Heimir Snær Heimisson gengur til liðs við Gnúpverja

Heimir Snær Heimisson er kominn til Gnúp-fjölskyldunnar eftir smá hlé á sínum körfubolta ferli þar sem tímanum var varið í flugnám. Heimir er uppalinn Þórsari frá Þórlákshöfn, fjarskyldur frændi Gnúpverjahrepps og mikill aðdáandi HSK mótanna í denn. Heimir er skotbakvörður og tekur þátt í stífri styrktarþjálfun Gnúpverja í allt sumar.

15/06/2017
Hörður og Hörður ganga til liðs við Gnúpverja

Tveir Herðir hafa gengið til liðs við Gnúpverja fyrir komandi baráttu í 1.deildinni. Um er að ræða annars vegar Hörð Hreiðarsson 29 ára miðherja sem lék með Vestra á síðasta tímabili í 1. deild en er uppalinn Valsari og hins vegar Hörð Jóhannsson 26 ára framherja, sem lék með FSu fyrri hluta síðasta tímabils í…